Ef nota á REP 980 til filtunar, steiningar og viðgerða á steypu, þá fara 3,2-3,6l af vatni í pokann, sem þýðir c.a. 1,8kg á m2 m.v. 1mm þykkt lag. Sé ætlunin að nota REP 980 til kústunar þá fara 4,8-5,2l í 20kg poka. Fást þá um 13l af múrblöndu. Fer þá efnisþörf eftir því hversu þykkt er kústað og fjölda umferða Notkunarsvið REP 980 múrefni er til vatnsþéttingar, verndunar og minni viðgerða á múr…
Ef nota á REP 980 til filtunar, steiningar og viðgerða á steypu, þá fara 3,2-3,6l af vatni í pokann, sem þýðir c.a. 1,8kg á m2 m.v. 1mm þykkt lag. Sé ætlunin að nota REP 980 til kústunar þá fara 4,8-5,2l í 20kg poka. Fást þá um 13l af múrblöndu. Fer þá efnisþörf eftir því hversu þykkt er kústað og fjölda umferða Notkunarsvið REP 980 múrefni er til vatnsþéttingar, verndunar og minni viðgerða á múr og steinsteypu t.d.:- á svalargólf, stéttar og aðra lárétta fleti.- á múraða fleti eftir viðgerðir.- á grunna, brýr, steyptar einingar og önnur mannvirki.- sem límingarefni fyrir steiningu.- sem límingarefni undir vatnsbretti.- til flísalagna og fúgunar. Kostir REP 980 er gufuopið, vatnsþétt og frostþolið sementsbundið efni sérstaklega ætlað til fíltunar kústunar og í smærri viðgerðir í lagþykkt 0-10 mm. REP 980 hefur mjög góða viðloðun við undirlagið og ver steypu gegn mengun af völdum útblásturs bifreiða. Hentar fyrir fínpúsningu. Þykktarsvið 0- 10 mmMá fara í 20 mm í holu eða sprungufyllingum. Eiginleikar Vatnsmagn í 20 kg poka:Til viðgerða : 3,2 - 3,6 lítrarTil kústunar: 4,8 - 5,2 lítrar Notkunartími Til viðgerða: 30 - 45 mín.Til kústunar: 1-2 tímar.Frostþolið samkvæmt staðli SS 137244 Undirvinna Viðgerðarflöturinn skal vera hreinn og laus við alla lausa og morknaða steypu. Skola skal burtu öllu ryki og lausum múr. Grunnur Grunna skal flötinn með Weber Floor 4716 grunni. (1 hluti grunnur og 3 hlutar vatn.)Á járnfleti og steypurstyrktarjárn er mælt með meðhöndlun með REP 05. Til viðgerða 1. Setja skal 3,2 - 3,6 lítra af vatni í hræriílátið.2. Hellið úr 1 poka af REP 980 meðan hrært er. Mælt er með að nota hæggenga borvél. Hræra skal í 2-3 mín. eða þangað til allir kekkir eru farnir. Látið síðan standa í ca 5 mín. og hrærið aftur í 1. mín. fyrir notkun.Til kústunar: Eftir að búið er að hræra eins og að ofan greinir, þá skal bæta í blönduna 1-2 lítrum af vatni. Þá er efnið tilbúið til kústunar.3. Mælt er með að farið sé 2 til 3 umferðir.5. Hitastig skal vera yfir 5 gráður í sólarhring eftir notkun. Gæta skal að of hraðri þornun með því að bleyta múrinn eða breiða yfir með plasti. Vottun DS/EN 998-1 Þú færð gæða múrvörur í Múrbúðinni Varan er samþykkt vara í SCDP (Supply Chain Declaration Portal Svansins)í samræmi við gildandi byggingarviðmið (nýbyggingar og endurbætur).