National ID number: 660303-2430
660303-2430
Varnir og Eftirlit ehf er í eigu Hreinsitækni ehf, en félagið hóf starfsemi sína árið 2001.
Meginverkefni Varna og eftirlits felast í starfrækslu meindýraeftirlits fyrirtækja og stofnana. Þannig sinna starfsmenn fyrirtækisins eftirliti og fyrirbyggjandi ráðstöfunum varðandi meindýravarnir. Þá er fyrirtækið viðskiptavinum sínum til ráðgjafar með þá þætti starfseminnar sem geta haft áhrif á álag vegna meindýra.
Varnir og Eftirlit er með sólarhrings þjónustu allt árið og við leggjum metnað okkar í stundvísi og að veita ávallt fyrirtaks þjónustu.
Fyrirtækið hefur yfir góðum tækjakosti að ráða s.s. röramyndavél til að skoða holræsakerfi, sérhæfðum frystibúnaði, einum sinnar tegundar á Íslandi, til að frysta í minus 79°C, við erfiðar aðstæður í húsnæðum.
Varnir og Eftirlit er umboðsaðili og flytur inn þann búnað sem notaður er af starfsmönnum við þjónustu- og forvarnarstörf hjá viðskiptavinum. Þannig tryggjum við að ávallt sé nægur búnaður til taks. Við notum eingöngu sérhæfðan búnað sem uppfyllir opinberar kröfur.