Búðareyri 11-13, 730 Reyðarfirði

Um Vegagerðin

Vegagerðin er veghaldari þjóðvega samkvæmt vegalögum nr. 80/2007 en að auki skilgreina fjölmörg önnur lög starfsumhverfi stofnunarinnar sbr. kaflann um lög og reglugerðir.

Veghaldari er sá aðili sem hefur veghald, en veghald merkir forræði yfir vegi og vegsvæði, þar með talið vegagerð, þjónusta og viðhald vega.

Vegagerðin hefur skilgreint hlutverk sitt nánar á eftirfarandi hátt:

Að þróa og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins að leiðarljósi.

Með þessu er átt við að samgöngur séu tryggar allt árið með eins litlum tilkostnaði og eins miklum þægindum og hægt er fyrir vegfarendur. Sérstök áhersla er lögð á samgöngur innan þjónustusvæða og að leiðarvísun sé eins skilmerkileg og frekast er kostur. Við gerð vega og viðhald þeirra er lögð sérstök áhersla á að slys verði sem fæst á vegfarendum ekki síst hinum óvarða eða gangandi vegfaranda. Reynt er að taka sem mest tillit til óska vegfarenda og að sambúð vegar og umferðar við umhverfi og íbúa sé sem best. Sérstaklega er reynt að hafa mengun eins litla og hægt er og sýna náttúru og minjum tillitssemi.

Samgönguráðherra hefur yfirstjórn vegamála. Hann skipar forstjóra til að veita Vegagerðinni forstöðu og stjórna framkvæmdum á sviði vegamála.

Vegagerðin skiptist í Miðstöð og fimm svæði. Í miðstöð fer fram vinna við stefnumótun fyrir Vegagerðina og stjórnun hennar í heild. Svæði Vegagerðarinnar eru SuðursvæðiVestursvæðiNorðursvæðiAustursvæði og Höfuðborgarsvæði.

Hvert svæði um sig annast framkvæmdir, viðhald og rekstur vegakerfisins og sér um að veita vegfarendum þjónustu innan svæðisins.